Sleðamenn virðast hafa verið nokkuð duglegir að keyra um jóladagana. Mest er um stuttar skreppur, enda dagurinn ekki langur á þessum árstíma. A.m.k. einn hópur úr Eyjafirði fór þó í lengri ferð inn á hálendið um jólin.
Það voru þeir Eiríkur Jónsson, Smári Sig., Hreiðar í Vín, Jón Björns. og Sigurgeir Steindórs. sem lögðu í´ann árla dags síðastliðinn laugardag. Ekið var á bílum inn Þormóðsstaðadal þar sem sleðar voru teknir af kerrum, enda stefnan að aka upp Kerhólsöxlina. Þótt snjólítið væri þar fremra var vandræðalaust að komast upp. Lúmskur steinn varð þess þó valdandi að för eins sleðans varð aldrei lengri en nokkur hundruð metrar og mátti eigandinn bóta í það súra epli að snúa við í bæinn.
Nægur snjór en lélegt austan við fljót
Er kom inn á fjallið var nægur snjór og frábært færi. Ekin var full ferð í Landakot og stefnan tekin austur í Gæsavötn með viðkomu í Sandbúðum. Ágætur snjór var austur að Skjálfandafljóti en mjög lélegt þar fyrir austan. Eftir stopp í Gæsavötnum var snúið til baka og nú stefnt í Laugafell þar sem gist var um nóttina. Daginn eftir var ekið niður að skálanum Grána og var allgóður snjór á þeirri leið. Loks var stefnan tekin til baka í bílana. Komust allir þangað fyrir eigin vélarafli, þór ónýt lega í einum sleða og bensíntruflanir í öðrum settu mark sitt á ferðina, í bland við grimmdarfrostið. Meðfylgjandi myndir tóku Smári Sig. og Eiríkur í ferðinni.
- Brottför undirbúin frá bílunum.
- Komnir upp á Kerhólsöxl.
- Vel hrímað í Sandbúðum.
- Í forstofunni í Gæsavötnum.
- Kaffi í Gæsavötnum.
- Dittað að í Gæsavötnum.
- Hrímaðir sleðar að morgni í Laugafelli.
- Snjór, snjór, sjór.
- Eiríkur í þræðingum við Grána.
- Jón hikar hvergi.
- Helt í fingurbjörgina.
- Sleðar við Grána.











