Vetrarsport 2004 og árshátíð vélsleðamanna í Sjallanum um helgina tókust vel. Aðsókn á sýninguna í Íþróttahöllina var ágæt og aðsókn á árshátíðina sló öll fyrri met. Þar fór Ómar Ragnarsson á kostum eins og við var að búast og góður rómur var gerður að þeim skemmtiatriðum sem í boði voru. Myndir frá sýningunni eru hér að neðan.
- Yamaha Ventura var valinn fallegasti ferðasleði sýningarinnar.
- Þessi Arctic Cat King Cat 900 á 162″ belti var valinn verklegasti sleðinn.
- Siggi Bald í MOTUL (t.h.) fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt til eflingar vélsleðasportsins.
- Toyota á Akureyri fékk viðurkenningu fyrir vel útfærðan sýningarbás.
- MOTUL-básinn fékk verðskuldaða athygli á sýningunni.
- Spjallað í kaffistofunni.
- Dói í Ski-doo básnum.
- Þessir höfðu um margt að spjalla. Smári Sig., Halldór Jóns., Hreiðar í Vín og Sveinn í Kálfsskinni.
- Siddi og Gunni Hákonar í KKA-básnum.
- Polarismenn bera saman bækur sínar.
- Huggulegur Polaris.
- Rikki, Sævar, Ingi á Bílaver og Birgir í Haftæknibásnum.
- Finni, Kiddi og Fanney spjalla, og auðvitað í Arctic Cat básnum.
- Þórður og Jobbi en Jobbi fékk nýja Sabercat-inn sinn á sýningunni.
- Tryggvi Aðalbjörns og Finnur hjá B&L.
- Fjölmenni við Motul-básinn.
- Ingi og Ingunn jeppafólk frá Húsavík ræða við Þórð í Sjóbúðinni.
- Tómas Ingi, Siddi og Jón Ingi í kaffistofunni.
- Skagfirðingar fá sér kaffi.
- Guðmundur og Ingi á Bílaver.
- Björn sýningarstjóri ræðir við sína menn.




















