russinn

Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsti og eini rússneski vélsleðinn á Íslandi. Hann er að sjálfsögðu í eigu húsvarðarins, Gunna Helga. Sleðinn var fluttur inn í vetur af Evró og ef grannt er skoðað má greina augljós útlitseinkenni í ætt við Lynx og Ski-doo. Eitthvað vildi sá rússneski ekki ganga alveg jafn vel og menn vildu en skýringin á því töldu menn sig hafa fundið eftir að heim var komið. Eins og við aðrar rússneskar vélar hlýtur að þurfa ákveðið magn að steinolíu með bensíninu. Shell V-Power hvað???

Leave a comment