Stoltir ferðalangar við Litlakot sem einnig gengur undir nafninu Klakahöllin, enda er húsið oft æði svellað eftir veðurhaminn á Nýjabæjarfjallinu. Af hinu gamla Landakotsgengi eru fjórir á þessari mynd. Lengst til hægri er Steini Pé., þá Pétur Jónsson, Gunni Helga og Villi Ágústar. Gunni Helga er húsvörður í Litlakoti og var þarna komin í þeim tilgangi að kanna birgðirnar og kanna hvað þyrfti að kaupa nýtt í húsið.
