Landakotsmenn í “langferð”

Einn er sá hópur sleðamanna sem kenndur er við skálann Landakot en skálinn er á hálendinu upp af Eyjafirði. Í hópnum eru menn sem voru meðal þeirra fyrstu sem stunduðu vetrarferðir á vélsleðum um hálendið og eru þeir enn að um 30 árum síðar.

Eitthvað hefur þeim félögum verið legið á hálsi fyrir að ferðirnar séu orðnar bæði færri og styttri en áður var, a.m.k. þótti einhverjum (sem væntanlega er illa þenkjandi) það tíðindum sæta á dögunum þegar Landakotsmenn höfðu sig „alla leið“ inn í Litlakot á Nýjabæjarfjalli. Eins og kunnugir vita er Litlakot einmitt gamli Landakotsskálinn sem fluttur var inn á Nýjabæjarfjall með herþyrlu fyrir nokkrum árum eftir að nýtt hús hafði risið í Landakoti. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni en þær eru ættaðar frá Steina Pé.

Leave a comment