Einn er sá hópur sleðamanna sem kenndur er við skálann Landakot en skálinn er á hálendinu upp af Eyjafirði. Í hópnum eru menn sem voru meðal þeirra fyrstu sem stunduðu vetrarferðir á vélsleðum um hálendið og eru þeir enn að um 30 árum síðar.
Eitthvað hefur þeim félögum verið legið á hálsi fyrir að ferðirnar séu orðnar bæði færri og styttri en áður var, a.m.k. þótti einhverjum (sem væntanlega er illa þenkjandi) það tíðindum sæta á dögunum þegar Landakotsmenn höfðu sig „alla leið“ inn í Litlakot á Nýjabæjarfjalli. Eins og kunnugir vita er Litlakot einmitt gamli Landakotsskálinn sem fluttur var inn á Nýjabæjarfjall með herþyrlu fyrir nokkrum árum eftir að nýtt hús hafði risið í Landakoti. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni en þær eru ættaðar frá Steina Pé.
- Stoltir ferðalangar við Litlakot sem einnig gengur undir nafninu Klakahöllin, enda er húsið oft æði svellað eftir veðurhaminn á Nýjabæjarfjallinu. Af hinu gamla Landakotsgengi eru fjórir á þessari mynd. Lengst til hægri er Steini Pé., þá Pétur Jónsson, Gunni Helga og Villi Ágústar. Gunni Helga er húsvörður í Litlakoti og var þarna komin í þeim tilgangi að kanna birgðirnar og kanna hvað þyrfti að kaupa nýtt í húsið.
- Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsti og eini rússneski vélsleðinn á Íslandi. Hann er að sjálfsögðu í eigu húsvarðarins, Gunna Helga. Sleðinn var fluttur inn í vetur af Evró og ef grannt er skoðað má greina augljós útlitseinkenni í ætt við Lynx og Ski-doo. Eitthvað vildi sá rússneski ekki ganga alveg jafn vel og menn vildu en skýringin á því töldu menn sig hafa fundið eftir að heim var komið. Eins og við aðrar rússneskar vélar hlýtur að þurfa ákveðið magn að steinolíu með bensíninu. Shell V-Power hvað???
- Vilhelm Ágústsson liggur örþreyttur á Bjórkettinum við Litlakot eftir allt ferðalagið. Villi hefur lengstum verið nokkurs konar forsprakki Litlakotsmanna.


