Eitt fagurt vorkvöld nú á dögunum ákváðu nokkrir sprækir sleðamenn að bregða sér í bað í Laugafelli og koma heim aftur um kvöldið. Auglýst var brottför kl 17:00 frá Akureyri og var meirihlutinn mættur á tíma, enda með grun um að farið yrði af stað á auglýstum tíma. Það stóð líka heima, þó enn vantaði formanninn. Í Kaldbaksdalnum voru teknar nokkrar brekkur til prufu meðan beðið var, færið blautt en nægur snjór. Það eru ár og dagar síðan “Dalurinn” hefur verið svona góður um mánaðamótin maí-júní.
Í þriggja stafa tölu
Ekki varð það lakara þegar upp var komið. Sól skein í heiði, færið flott, nægur snjór og menn misstu hraðamælinn fljótt í þriggja stafa tölu. Engin bönd héldu og formaðurinn varð að sjá um sig sjálfur. En Guðmundur vinur hans ákvað þó að bíða því hann “ratar ekkert formaðurinn”.
Mikið vatn í mótor
Strikið var tekið eftir eyranu, GPS algerlega óþarfur og ekki áð fyrr en komið var í Bergland. En þá vantaði aftan á hópinn. Eftir stundarbið var ákveðið að fara til baka og sjá hverju sætti. “Ætli einhver Kötturinn hafi geyspað golunni,”? var sagt. Viti menn í fyrsta og eina pollinum sem komið var að sást kappakstursdrengurinn á kafi og einn gamlinginn að drag´ann upp. Mótorinn fullur af vatni. Merkilegt hvað kemst mikið vatn í þessa 600 mótora. Þegar drengurinn var kominn á þurrt ríða formaðurinn og Guðmundur í hlað og fóru mikinn.
Sögg öxulskipti
Eftir stundar stopp þótti tími til að fara lengra. Snjórinn minkaði, vatnið óx og melarnir urðu fleiri. En engin vandamál á ferðinni – ekki enn. Tekin stefna á 200-300 metra langann fjörð, menn stilla hver á sitt prógram og sigla fjörðinn endilangann eða fóru eitthvert fjallabak með tilheyrandi stökkum. Allir komast yfir, en hvað, bara rétt upp á bakkann. Demo sleðaútgáfan hefur enn stoppast með brotinn driföxul, enda passar það búið er að aka um 300 km á þessum öxli. Lengur endist þeir ekki. Kappakstursmeistarinn sendur norður fjall og í bæinn til að sækja nýjan öxul. Honum er naumt skammtaður tíminn til fararinnar svo gott var að byrja að rífa strax. Það vakti furðu hve fumlaust menn gengu til verka við rifrildið. Rétt eins og menn hefðu gert þetta áður. Ekkert vafðist fyrir mönnum og allar “mutteringar” og boltar losaðir.
Í Laugafell
Upp úr miðnætti kom nýr öxull og sami kraftur í viðgerðarliðinu. Þeir gefa formúlu teaminu ekkert eftir. Heldur urðu melirnir fleiri og vatnið meira þegar sunnar dróg. Sem betur fer hafa menn farið þetta fyrr og og fundu brátt réttu lænurnar sem gáfu snjó alla leið í Laugafell. En þá var klukkan orðin 03:00 og tími til að snúa heim að nýju því sumir áttu að mæta til vinnu kl 08:00. Á þessum tímapunkti skiptu menn liði. Sumir fóru í koju og ætluðu að bíða morguns með brottför en hinn hópurinn var kominn í bæinn rétt um kl. 05:30, svona rétt náðu sturtu og morgunkaffinu fyrir vinnuna.
Missti af morgunbaðinu
Segir fátt af hinum sem sváfu eins og englar nema Guðmundur sem gat ekkert sofið fyrir einhverjum tilboðshugsunum. En svo mikið er víst að hann missti af morgunbaðinu og það þurfti að hrista hann um hálfellefu til að koma honum á lappir svo hann yrði ekki læstur inni í húsinu. Tekinn var útúrdúr á heimferðina með viðkomu í Landakoti. Þar er nægur snjór og hreint engin vandamál í gangi.
Texti: Smári Sig. Myndir: Smári Sig og Halldór Jóns
- Einn 600 mótor fullur af vatni.
- Kappaksturskallinn.
- “Hér á þessi að vera.”
- Hringt heim.
- Demo-útgáfa af sleða.
- Miðnæturbið.
- Allir samtaka nú.
- Harðsnúið “viðgerðar-team”.
- Thunder-sigling.
- Thunderinn stopp…
- ..með ónýta reim.
- Kappakstursdrengurinn leggur af stað í siglingu…
- …sem endar fyrr en ætlað var…
- Það verður að hjálpa stráknum…
- …að komast á þurrt land.
- Smári gat ekki stillt sig frekar en fyrri daginn.
- Guðmundur mættur með formanninn.
- Miðnætursigling.
- Miðnætursigling.
- Miðnætursigling.
- Fagurt á fjöllum, eins og svo soft áður.
- Enn .er siglt
- Siglingar.
- Komið í Laugafell.
























