Kerlingarfjallaferð 1987

Nú þegar fólk er sem óðast að búa sig á mót í Kerlingarfjöllum er ekki úr vegi að rifja upp fyrstu fjallaferð síðuhöfundar en hún var einmitt á landsmót LÍV í Kerlingarfjöllum veturinn 1987. Á þeim 15 árum sem síðan eru liðin hefur ýmislegt gerst í sleðamálum og útbúnaði fjallafara. T.d. er hætt er við að Kawaski Inwader sem undirritaður ók stoltur í þá daga þætti varla samkeppnisfær í dag.

8 tíma í Laugafell

Lagt var upp frá Þormóðsstöðum áleiðið í Laugafell. Var þá nokkuð áliðið dags og veðrið ekkert sérstakt. Hópurinn var nokkuð stór, væntanlega um 15 sleðar. Í Þormóðsstaðadal mætti mönnum mikill lausasnjór og gekk á með miklu brasi. Tók ferðin upp í Laugafell eina 8 klukkutíma og höfðu þá margir svitadropar fallið. Menn höfðu sameinast um kaup á einu lórantæki og með hjálp þess var ekið beint á skálann, sem þóttu nánast galdrar.
Um morguninn var þungt yfir en þó úrkomulaust. Ekið var austur með Hofsjöklií nokkrum renningi en veðrið skánaði er sunnar dró. Er komið var í Kerlingafjöll var komið hið besta veður. Daginn eftir var m.a. farið á Langjökul í mikilli blíðu og síðan heim daginn þar á eftir. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni en hægt er að smella á þær til að sjá þær stærri.

Leave a comment