Nýr Ski-doo slær í gegn á fyrsta WSA-mótinu

Curt Peterson sýndi frábæra takta á nýjum Ski-doo á föstudaginn og sló öllum við í keppni um laus sæti á X-games.

Curt Peterson sýndi frábæra takta á nýjum Ski-doo á föstudaginn og sló öllum við í keppni um laus sæti á X-games.

Fjörið í snjókrossinu vestan hafs er byrjað og fyrsta keppnin á vegum WSA var haldin nú um helgina í Duluth í Minnesota. Stærstu tíðindin hljóta að teljast afhjúpun á nýjum keppnis Ski-doo, Formula XP-S, sem sló þegar í gegn. Ekki liggja enn fyrir miklar upplýsingar um þetta nýja tæki en ljóst er að það svínvirkar með nýrri gerð af framfjöðrun og vægast sagt flottu útliti.

Á föstudaginn var keppt um átta laus sæti á X-games og þar stóð uppi sem öruggur sigurvegari Curt Peterson á einum hinna nýju Ski-doo sleða. Hann bar m.a. sigurorð af mönnum eins og Carl Kuster, Kurtis Crapo, Earl Reimer, Matt Judnick, Todd Wolff, Tomi Ahmasalo og Michael Island en þessir tryggðu sér allir sæti á X-games. Samtals voru það sjö ökumenn á Ski-Doo, fimm á Polaris og tveir á Arctic Cat sem kepptu í úrslitahíti um laus sæti á X-games.

Meistarar með misgóða takta

Á laugardaginn var keppt í undanriðlum í Pro Open og Pro Stock og þá mættu allir “stóru” karlarnir til leiks. Margir sýndu góða takta en enginn þó eins og Polarisökumaðurinn og Íslandsvinurinn Noel Kohanski sem sigraði á alþjóðlega mótinu í Ólafsfirði sl. vor. Hann var greinilega enn heitur frá því í Ólafsfirði og fór nær ósigraður í gegnum daginn. Annar Polarisökumaður, Levi Lavallee, sigraði í Semi-Pro Open en þar lauk keppni á laugardaginn.

Sumar stórstörnurnar áttu erfitt uppdráttar á köflum. T.d. átti Blair Morgan, sem nú mætti til leiks á Ski-doo, í basli með kúplinguna og Tucker Hibbert átti einnig í basli með nýja Sno Proinn. Cris Vincent, sem nú keppir fyrir Yamaha, náði öðru sæti í einu híti og sýndi að nýi Yamminn er til alls vís. Toni Haikonen (nú á Arctic Cat), Earl Reimer og Carl Schubitzke “enduðu” allir daginn mis mikið meiddir.

Leave a comment