Nokkuð blautur vortúr 2001

Nú er tími vortúranna upp runninn enda aldrei skemmtilegra að fara á sleða en einmitt á þessum árstíma. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferð sem farin var helgina 12.-13. maí sl. Ekið var af Öxnadalsheiði inn í Laugafell til gistingar á föstudagskvöldi. Þaðan í Gæsavötn daginn eftir og áfram upp í Grímsvötn. Hluti hópsins fór aftur í Laugafell til að gista en afgangurinn tók lífinu með meiri ró, gisti í Gæasvötnum um nóttina og ók síðan niður á Öxnadalsheiði daginn eftir með viðkomu í lauginni í Laugafelli, að sjálfsögðu. Flestir ferðalangar voru af Eyjafjarðarsvæðinu en tveir, þeir Sigurjón Pétursson og Ólafur Sigurgeirsson, lögðu á sig bílferð frá sv-horninu upp á Öxnadslsheiði til að slást í för. Veðrið var með eindæmum gott en færið að sama skapi blautt þannig að nokkuð var um að menn festu sig í krapa. Smári Sig. og Sigurjón Pétursson tóku meðfylgjandi myndir.

Leave a comment