Nú er tími vortúranna upp runninn enda aldrei skemmtilegra að fara á sleða en einmitt á þessum árstíma. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferð sem farin var helgina 12.-13. maí sl. Ekið var af Öxnadalsheiði inn í Laugafell til gistingar á föstudagskvöldi. Þaðan í Gæsavötn daginn eftir og áfram upp í Grímsvötn. Hluti hópsins fór aftur í Laugafell til að gista en afgangurinn tók lífinu með meiri ró, gisti í Gæasvötnum um nóttina og ók síðan niður á Öxnadalsheiði daginn eftir með viðkomu í lauginni í Laugafelli, að sjálfsögðu. Flestir ferðalangar voru af Eyjafjarðarsvæðinu en tveir, þeir Sigurjón Pétursson og Ólafur Sigurgeirsson, lögðu á sig bílferð frá sv-horninu upp á Öxnadslsheiði til að slást í för. Veðrið var með eindæmum gott en færið að sama skapi blautt þannig að nokkuð var um að menn festu sig í krapa. Smári Sig. og Sigurjón Pétursson tóku meðfylgjandi myndir.
- Ólafur Sigurgeirsson leggur í´ann.
- Dótið ferjað upp Kaldbaksdalinn.
- Í Kaldbaksdal.
- Vaskur hópur efst í Kaldbaksdal á leið í Laugafell. F.v.: Ólafur Sigurgeirsson, Sævar Örn Sigurðsson, Úlfar Arason, Halldór Arinbjarnarson, Hreiðar Hreiðarsson, Benedikt Þórisson, Smári Sigurðsson og Jón Björnsson.
- Nóttin notuð í smá viðgerðir í Laugafelli.
- Margir sérfræðingar 😉
- Morgunkaffið drukkið í lauginni.
- Laugafell.
- Sér yfir Laugafell.
- Enn við Laugafell.
- Við tankana.
- Við bensíntankana.
- Sævar notar snjóinn.
- Í Gæsavötnum.
- Sævar tankar við Gæsavötn.
- Gæsavötn.
- Við Gæsavötn.
- Sigurjón að velta því fyrir sér hvað varð af snjónum.
- Sigurjón Pétursson fastur í krapa og Sævar í Haftækni kemur til bjargar.
- Meira af því sama.
- Smári býr sig undir að aka ofan í smá sprænu…
- …og komst meira að segja uppúr aftur.
- XLT-inn rífur sig upp.
- Sigurjón baðar villiköttinn.
- Málin rædd í góða veðrinu.
- Melaakstur.
- Hér vantaði smá bút inn í snjóbreiðuna.
- Smá óhapp hjá síðuhöfundi þótti tilefni til myndatöku enda heyrir slíkur atburður til tíðinda
- Ekki vantaði faglegar ráðleggingar.
- …og þá þurfti Smári auðvitað að skrúfa líka.
- Benni spáir í tækið.
- Komið í Grímsvötn.
- Skálar á Grímsfjalli.
- Skálar á Grímsfjalli.
- Skálar á Grímsfjalli.
- Smári skrifar í gestabókina á Grímsfjalli og síðuhöfundur fylgist með að sagt sé satt og rétt frá.
- Sunnudagsmorgun í Gæsavötnum og Smári vakti mannskapinn með nýbökuðu sætabrauði. Þetta er ekki hægt í öllum fjallaskálum.
- Smá viðgerð á XLT..





































