Vel heppnuð ferð hjá EY-LÍV

Þeir sem mættu í ferð á vegum EY-LÍV sl. laugardag áttu svo sannarlega góðan dag í góðu veðri. Ekið var frá Garði í Dalsmynni, upp á Kinnarfjöll og norður þau en koma átti við í Náttfaravíkum. Til þess var ekið niður Austurdal og síðan Kotadal sem tekur við af honum. Litið var yfir í Naustavík og síðan ekið noður með víkunum áður en farið var vestur yfir fjöllin, yfir í Flateyjardal og þar út að Brettingsstöðum. Þaðan var Flateyjardalur ekinn til baka að Garði. Í ferðina mættu 20 manns og fór allt vel fram undir öruggri stjórn þeirra Sólvangsbræðra, Ingvars og Bergsveins Jónssona og Arnórs Erlingssonar á Þverá. Landslag á þessum slóðum er ægifagurt auk þess sem svæðið hefur að  geyma merkar heimildir um lífsbaráttu þjóðarinnar á öldum áður. Meðfylgjandi myndir tóku síðuhöfundur og Rúnar Arason í ferðinni.

Leave a comment