Þeir sem mættu í ferð á vegum EY-LÍV sl. laugardag áttu svo sannarlega góðan dag í góðu veðri. Ekið var frá Garði í Dalsmynni, upp á Kinnarfjöll og norður þau en koma átti við í Náttfaravíkum. Til þess var ekið niður Austurdal og síðan Kotadal sem tekur við af honum. Litið var yfir í Naustavík og síðan ekið noður með víkunum áður en farið var vestur yfir fjöllin, yfir í Flateyjardal og þar út að Brettingsstöðum. Þaðan var Flateyjardalur ekinn til baka að Garði. Í ferðina mættu 20 manns og fór allt vel fram undir öruggri stjórn þeirra Sólvangsbræðra, Ingvars og Bergsveins Jónssona og Arnórs Erlingssonar á Þverá. Landslag á þessum slóðum er ægifagurt auk þess sem svæðið hefur að geyma merkar heimildir um lífsbaráttu þjóðarinnar á öldum áður. Meðfylgjandi myndir tóku síðuhöfundur og Rúnar Arason í ferðinni.
- Áð efst í Kotadal. Austurdalur til vinstri og Vesturdalur til hægri en Dalsfjall í miðið.
- Græjurnar skoðaðar…
- …og metnar.
- Hvert eigum við að fara næst?
- Vargsnes var ysti bær í Náttfaravíkum og hér sér yfir bæjarstæðið. Síðast var búið í Vargsnesi árið 1933. Þarna handsömuðu Sólvangsbræður sauðfé á dögunum.
- Fólk virðir fyrir sér útsýnið.
- Sér yfir Naustavík Þar er myndarlegt steinhús sem reist var um 1925 og þurfti að bera allt efni í það upp snarbratta brekku frá fjörunni. Naustavík fór í eyði árið 1941. Þar var þó mikið líf sl. laugardag því nokkrar kindur höfðu greinilega snúið á smalamenn sl. haust og haft þarna vetursetu. Fjallið í bakgrunni gengur undir þremur nöfnum; Bakrangi, Ógöngufjall og Galti.
- Gengið yfir að Naustavík. Sér til suðurs.
- Fólk og sleðar á víð og dreif.
- Matast í Kotadal skammt frá tóftum eyðibýlisins Kotamýra. Þar var síðast búið árið 1910.
- Enn meiri afsöppun.
- Mikil afslöppun í gangi.
- Tryggvi Aðalbjörnsson og Maron skipstjóri frá Ólafsfirði í baksýn.
- Bergsveinn Jónsson í Sólvangi og Kristinn Gylfason frá Ólafsfirði.
- Jón Ingi Sveinsson frá Kálfsskinni og Ingvar Jónsson í Sólvangi.
- Að Brettingsstöðum á Flateyjardal standa tvö myndarleg steinhús sem er vel við haldið. Brettingssaðir voru síðasti bærinn á þessu svæði sem fór í eyði en þar var búið allt til ársins 1953.
- Meira sull.
- Sullast yfir Dalsána.
- Jag á siglingu.


















