Um síðustu helgi fór hópur Eyfirðinga í góða ferð um austanvert hálendið. Ekið var frá Öxnadalsheiði, um Gæsavötn og Kistufell austur í Grágæsadal þar sem gist var tvær nætur. Ferðast var niður með Jökulsá á Dal, Hafrahvammagljúfur skoðuð og litið við í Laugarvalladal. Einnig var farið um Kverkfjallarana, baðað í Hveragili og fleira til gamans gert. Meðfylgjandi myndir tók Eiríkur Jónsson í ferðinni.
- Í Kverkfjallarana.
- Formaðurinn eldar í Grágæsadal.
- Formaðurinn og Sigurgeir baða sig í Hveragili.


