Nýtt finnskt tryllitæki

tilbakkaÍ vikunni var Guðni Hermannsson í Straumrás staddur á vélasýningu í Hannover í Þýskalandi og rakst þá á frumgerð af nýjum vélsleða sem á rætur að rekja til Finnlands, nánar tiltekið til risafyrirtækisins Finnpower.

Finnpower er er aðallega í framleiðslu á allskyns pressum, fræsurum og þessháttar og er eigandi fyrirtækisins multimilljóner. Guðni hafði tal af kynningarfulltrúa Finnpower á sýningunni og sagði sá að þessi hugmynd að smíði á nýjum vélsleða væri í fullum gangi. Það sem vekur mesta athygli er fjöðrunin sem eru loftpúðar með innbyggðum dempurum og alla demparana er hægt eð stilla með takka á stýrinu. Upplýsingar um vélbúnað var ekki hægt að fá að svo komnu máli og var húddið að sögn Guðna vandlega skrúfað aftur. Nafnið á sleðanum er „Finnpower Tilbakka“, sem á Íslensku mun útleggjast “Haltu þig fyrir aftan.“ En látum myndirnar tala sínu máli.

Leave a comment