Hópur vaskra vélsleðamanna úr Eyjafirði tók sig til haustið 2000 og endurbyggði laugina í Laugafelli. Verkið tók tvær helgar og má með sanni segja að ásýnd laugarinnar hafi tekið stakkaskiptum.
Framkvæmdir fólust í stórum dráttum í því að múrverk innan í lauginni var brotið burt en veggirnir þess í stað hlaðnir upp með náttúrulegum hellum. Í það dugði ekki minna en tveir vörubílsfarmar af grjóti. Þá var hleðslan í ytra byrðinu öll endurgerð og laugarbarmurinn þökulagður. Einnig voru gerðar endurbætur á skansinum í enda laugarinnar þar sem heita vatnið rennur inn og menn sitja gjarnan. Baðaðstaðan er því bæði fegurri og betri en áður.
(Myndir: Halldór og Smári Sig.)
- Safna þurfti saman miklu af grjóti til að nota við hleðsluna.
- Gamli GMC-inn úr Sjöfn fékk að finna fyrir því í ferðinni. Hér er verið að hlaða hann með grjóti.
- Búið að hleypa vatninu úr lauginni og verkið um það bil að hefjast.
- Hleðslan í fullum gangi.
- Komin góð mynd á hleðsluna.
- Unnið við frágang utan og ofan á laugarbakkanum. F.v.: Halldór, Jón, Grétar, Úlfar, Hreiðar og Bjarki.
- Sigurgeir og Jón voru öflugir á skóflunum.
- Steypustöðin gat sér gott orð fyrir skjóta og áreiðanlega afgreiðslu, undir stjórn þeirra bræðra Bjarka og Stefáns Árnasona. Þá var einnig sjaldgæft að athugasemdir væru gerðir við steypuefnið sem notuð var.
- Sigurgeir og Eiríkur fínpússa botninn.
- Stoltir hleðslumenn. F.v.: Sigureir, Eiríkur, Bjarki, Bergur, Benni, Hreiðar, Halldór Jóns., Rúnar, Úlfar og Stefán.









