Laugin í Laugafelli endurbyggð haustið 2000

Hópur vaskra vélsleðamanna úr Eyjafirði tók sig til haustið 2000 og endurbyggði laugina í Laugafelli. Verkið tók tvær helgar og má með sanni segja að ásýnd laugarinnar hafi tekið stakkaskiptum.

Framkvæmdir fólust í stórum dráttum í því að múrverk innan í lauginni var brotið burt en veggirnir þess í stað hlaðnir upp með náttúrulegum hellum. Í það dugði ekki minna en tveir vörubílsfarmar af grjóti. Þá var hleðslan í ytra byrðinu öll endurgerð og laugarbarmurinn þökulagður. Einnig voru gerðar endurbætur á skansinum í enda laugarinnar þar sem heita vatnið rennur inn og menn sitja gjarnan. Baðaðstaðan er því bæði fegurri og betri en áður.
(Myndir: Halldór og Smári Sig.)

Leave a comment