Öðru hverju bregða eyfirskir sleðamenn sér suður yfir hálendið og kanna sleðalendur Sunnlinga. A.m.k. þrír hópar Eyfirðinga fóru í Landmannalaugar í apríl 2000 og í einni ferðinni voru þessar myndir teknar.
- Matast ofan við Sigöldu á suðurleið.
- Sigurgeir siglir Thundernum í Eldgjá.
- Hreppamaðurinn Sveinn G. Sveinsson og Leif Österby frá Selfossi voru með okkur annan daginn. Hér er hópurinn að borða kvöldmat í Landmannalaugum. F.v.: Billi, Halldór, Sigurgeir, Sveinn, Leif, Bjarki, Ingi og Hreiðar.
- Stillt upp til myndatöku.
- Ingimundur teygir úr sér.
- Við Ófærufoss í Eldgjá.
- Við Ófærufoss. Sigurgeir, Halldór, Ingi, Hreiðar, Sigrún og Billi. Sigrúnu hittum við í Landmannalaugum og ferðaðist hún með okkur annan daginn. Á hún reyndar flestar þessra myndir.
- Sunnan við Langasjó.
- Á heimleið. Sér í suðvestur til Hágangna.








