Vorferð 1987

Vorið 1987 fór hópur Eyfirðinga afar skemmtilega vorferð inn á hálendið. Hafa slíkar ferðir síðan verið árlegur viðburður í þessum hóp ef mögulegt hefur verið að koma þeim við. Ferðasagan var í grófum dráttum þannig að lagt var upp af Öxnadalsheiði og ekið í Laugafell til gistingar fyrsta kvöldið. Daginn eftir var byrjað á að fara túr á Hofsjökul áður en stefnan var tekin á Nýjadal. Þar var fyrir hópur Eyfirðinga sem kom að sunnan og ætlaði með hópnum norðuraf. Gist var í Nýjadal og ekið daginn eftir upp Köldukvíslarjökul og upp á Bárðarbungu. Þaðan var stefnan tekin í Grímsvötn og síðan aftur til baka í Nýjadal. Úr Nýjadal var farið í Laugafell til að gista og þaðan niður á Öxnadalsheiði. Veðurblíða var með eindæmum annan tímann enda ekki laust við að sleðar eyddu nokkru meira en ráð var fyrir gert. Myndir HA

 

 

Leave a comment